13.5.2009 | 15:29
Bannað að berja innanfrá!
Ég ætla rétt að vona að það hafi verið pantað aukasett af rúðum fyrst svona erfitt er að fá afgreitt gler við hæfi. Reyndar grunar mig að það hefði mátt bíða aðeins lengur með að skipta út brotnu rúðunum, bæði vegna þess aðdráttarafls sem þær hafa á ferðamenn og líka ef ske kynni að byltingin sé ekki dáin og grafin. Ef nýrri ríkisstjórn tekst ekki fljótlega að sannfæra þjóðina um að hún sé að gera allt sem hægt er til að bjarga heimilunum í landinu þá er alveg eins víst að næsta bylting verði ekki kennd við búsáhöld.
Skipt um rúður í þinghúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:32 | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst nú að við ættum að gefa þessari stjórn allavega kjörtímabilið
áður enn við förum að taka til við að rústa alþingis húsinu
sjálfstæðismenn fengu að vera í friði miklu lengur enn þeir áttu skilið áður enn fólk fór að láta heyra í sér
Kári Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 16:02
Tja, jú það eru margir orðnir ansi pirraðir.
Baldvin Björgvinsson, 13.5.2009 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.