Hvað er Samorka?

Það er rétt að halda því til haga að Gústaf A. Skúlason sem titlaður er aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku hefur skrifað ófáar greinar í blöðin þar sem hann ræðst með hæðnistón að náttúruverndarfólki. Hann er m.ö.o. á fullum launum (væntanlega rausnarlegum) við að verja orkufyrirtækin með ráðum og dáð. Dæmi hver fyrir sig um það hvort að málflutningur hans sé trúverðugur.

Íslenskur skógur?Reyndar hefur það vakið athygli mína að hjá Samorku starfa nú samkvæmt heimasíðu fyrirbærisins 5 karlar og 3 konur. Allir karlarnir eru titlaðir framkvæmdastjórar nema Gústaf sem er aðstoðarframkvæmdastjóri. Það gefur þeim væntanlega tekjur sem eru umtalsvert hærri en gengur og gerist hjá öðrum fyrirtækjum í eigu hins opinbera. Konurnar 3 eru allar titlaðar ritarar. Það eru varla mörg fyrirtæki sem geta státað sig af svo háu hlutfalli framkvæmdastjóra og afgerandi kynjaskiptingu.

Nýlega ályktaði Samorka (með undirritun Gústafs) um fyrirhugaða stjórnarskrárbreytingu sem rædd er á Alþingi í hið óendanlega af siðspilltum mútuþegaflokki, því miður á kostnað annarra mikilvægra mála. Samorka leggst gegn auðlindaákvæðinu og er nöp við hugtök eins og "sjálfbæra þróun", "þjóðareign" og "láta varanlega af hendi". Það kann reyndar vel að vera að skilgreiningar á þessum hugtökum séu ekki nægilega skýrar því að rík tilhneiging hefur verið til mistúlkunar á ákvæðum stjórnarskrár lýðveldisins. En mér segir reyndar svo hugur að fleiri þættir spili þar með og bendi m.a. á (eins og Lára Hanna) að sérstaklega var óskað álits frá Alcan og Alcoa um stjórnarskrá íslensku þjóðarinnar!!! Það er líklega ekki að ástæðulausu að John Perkins sé að vara okkur við þessum risastóru alþjóðlegu fyrirtækjum.

Fróðlegt þætti mér að sjá hversu miklu af opinberu fé sé ausið í að standa vörð um ímynd orkufyrirtækja. Nú mun Gústaf væntanlega þurfa að sitja með sveittan skallann og reyna að brjóta á bak aftur fullyrðingar úr Draumalandinu og boðskap John Perkins. Ekki öfunda ég hann af því hlutskipti.


mbl.is Segir John Perkins vera á villigötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi Gústaf skrifaði á Eyjuna í gær og fékk þar þessa spurningu:

"Gústaf Adolf Skúlason ég get alveg fullyrt þér það því ég veit það að orkuveita reykjavíkur selur of mikið rafmagn til álveranna á kostnaðarverði og þarf þ.a.l. að kaupa rafmagn af Landsvirkjun á meiri pening."

Þórdís (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 11:37

2 identicon

Samorka er fyrirbæri sem stendur vörð um hagsmuni orkufyrirtækjanna svona álíka og Viðskiptaráð stendur vörð um braskarana.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 11:56

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Er ekki kominn tími til þess að fá raforkuverðið sem álverin kaupa upp á borðið?  Eða selja íslenskum fyrirtækjum orkuna á sama verði?  Til dæmis grænmetisbændum og ýmsum öðrum líka. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.4.2009 kl. 12:44

4 Smámynd: Sævar Finnbogason

Ertu nú ekki feginn að stjórnarskrárbreytingarnar skuli sendar til samorku og einnig erlendra risa-álfyrirtækja til umsagnar Djísös kræst maður, maður blóðskammast sín fyrir þennan heybrókarhátt.

Sævar Finnbogason, 9.4.2009 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband