27.3.2009 | 10:08
Nú verður ekki aftur snúið
Niðurstöður þessarar könnunar eru á margan hátt mjög ánægjulegar fyrir fólk sem vill sjá grundvallarbreytingar í íslensku samfélagi.
- Borgarahreyfingin stóreykur fylgi sitt aðra vikuna í röð.
- Sjálfstæðisflokkur er á niðurleið og mun enda í sögulegu lágmarki.
- Framsókn virðist ekki ætla að ná flugi þrátt fyrir allan kattarþvottinn.
Svarhlutfall var ekki mikið, einungis 63,2%. Því má gera ráð fyrir að margt geti breyst þessar 4 vikur fram að kosningum. Athygli vekur hversu margir segjast ætla að skila auðu en því miður skapa auð atkvæði engar breytingar. Eins og okkar gallaða kerfi virkar þýðir autt atkvæði einungis að fólk lætur hina um að ákveða.
Borgarahreyfingin er rétt að komast í gang á landsbyggðinni þar sem um helmingur atkvæðanna liggur. Ég er ekki í nokkrum vafa um að fólk eins og Gunnar Sigurðsson muni ná eyrum fólks í NV-kjördæmi þar sem stórir landshlutar hafa algjörlega verið forsmáðir af stjórnvöldum.
Fyrir þessar kosningar verður þjóðin að hugsa sinn gang. Vill hún að stjórnmál snúist um fólk eða flokka? Vill hún að valdaklíkur fái áfram að setja leikreglurnar, ráða hér öllu og halda fólki í viðjum verðtryggingar og kvótakerfis með manndrápsskuldir og eyðilagt mannorð í ofanálag? Hefur þjóðin trú á að þeir sem hér stjórnuðu sjái hag í að rannsókn á bankahruninu verði gagnsæ og algjörlega yfir allan vafa hafin? Vill þjóðin sjá "Nýju Íslandi" stjórnað með fyrirgreiðslupólitík og sérhagmunagæslu?
Ég segi Nei! - kjósum Borgarahreyfinguna - Þjóðin á þing!
VG upp fyrir Sjálfstæðisflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:33 | Facebook
Athugasemdir
Heyr, heyr. Borgarahreyfingin á örugglega eftir að koma mönnum á þing.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.4.2009 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.