Ómálefnaleg stjórnarandstaða

Varúð!Það er greinilegt að Sjálfstæðisflokkurinn kann alls ekki að vera í stjórnarandstöðu. Allir þingmenn flokksins nema Geir Haarde hafa aldrei þurft að gera annað en að samþykkja frumvörp ríkisstjórnarinnar og verja slæman málstað. Nú hegða þau sér eins og krakkar sem leikföngin hafa verið tekin af. Er það líklegt til að afla flokknum kjósenda að þau sýni svo lítinn vilja til samvinnu á þessum erfiðu tímum?
 
Nú þarf Sjálfstæðisflokkurinn að huga að sínum gömlu gildum. Af hverju fara þau ekki að ráðum flokksfélaga síns Ragnars Önundarsonar sem var gestur í Silfri Egils sl. sunnudag og skrifað hefur margar frábærar blaðagreinar, t.d. þessa?
 
"Flokkurinn sem kennir sig við sjálfstæði landsins þarf að gera upp sakirnar við frjálshyggjuna, annars munu kjósendur gera upp sakirnar við hann."
 
Þjóðin hreinlega æpir á menn eins og Ragnar að láta til sín taka í stjórnmálum frekar en eintóma stuttbuxnadrengi með staðlaðar "skoðanir" á öllum málum og blinda augað á kíkinum. Svo væri ekki úr vegi að taka Evrópusambandsumræðuna upp innan flokksins áður en farið er að ásaka aðra flokka um tvískinnung í því brýna máli.

mbl.is Tvö hænufet og tvíhöfða þurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Ómálefnaleg ? Eyðileggingarstarfssemi væri nær lagi.

Þvílíkir trúðar. Þvílíkt ábyrgðarleysi.

hilmar jónsson, 12.2.2009 kl. 12:53

2 Smámynd: Hjalti Tómasson

Þessi hegðun sjálfstæðismanna er fyrir neðan allar hellur og ég tek undir orð Rögnvaldar. Þessi flokkur hefir illilega fjarlægst uppruna sinn og tilgang á síðustu áratugum og smeykur er ég um að á efsta degi muni núverandi og fyrrverandi forystumenn hans þurfa að útskýra eitt og annað fyrir löngu gengnum hugsjónamönnum sem höfðu svo allt annað í huga þegar flokkurinn var stofnaður. Og þetta á kannski við fleiri flokka.

Eitt enn.

Aðrir alþingismenn eru ekkert skyldugir til að láta DRAGA SIG NIÐUR Á ÞETTA PLAN

Hjalti Tómasson, 13.2.2009 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband