Gamli sáttmáli?

Steingrímur segir m.a. að Vinstrihreyfingin - grænt framboð sé hörð á því að innganga í Evrópusambandið sé ekki lausnin við vanda Íslendinga.

Ég velti því fyrir mér hvort að hinn orðhvati formaður VG sé farinn að dusta rykið af Gamla sáttmála. Mér er vissulega mjög hlýtt til frænda okkar í Noregi en man ekki betur en að þeir hafi tekið dræmlega í  hugmyndir Steingríms fyrir 2 mánuðum síðan.

SjálfsmyndVið búum hér í helsjúku þjóðfélagi þar sem forréttindaklíkur sitja við völd og maka krókinn. Þessir sömu aðilar vilja síst af öllu missa tökin sem innganga í ESB hefði í för með sér og gera því allt sem þeir geta til að halda þjóðinni áfram í heljargreipum. Við fáum heilu lagabálkana senda á faxi og verðum að innleiða þá án þess að hafa nokkuð um það að segja. Svo erum við með ónýtan gjaldmiðil sem í augnablikinu er bæði með kút og kork.

Margir hafa verið óþreytandi að benda á að sambandið vilji ásælast auðlindir okkar. Ég óska eftir umræðu um það sem ESB gæti gert fyrir okkur. Af hverju er svo lítið talað um stoðkerfi ESB við hinar og þessar framkvæmdir og fyrirætlanir? Á Kanaríeyjum þar sem ég var nýlega (einnig jaðarsvæði) á margþætt uppbygging sér stað með fjármagni frá ESB. Það eru lagðir vegir og flugvellir, útbúnir þjóðgarðar, lagður grundvöllur að atvinnuuppbyggingu (sérstaklega á sviði nýsköpunar og í anda sjálfbærni) auk ýmissa sérverkefna. Ferðir til og frá landinu yrðu væntanlega niðurgreiddar fyrir þá sem búa hér og svo mætti lengi telja.

Þjóðin á sjálf að ákveða það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort að gengið verði til aðildarviðræðna og það sem fyrst. Það eru misvitrir stjórnmálamenn og sjálfskipaðir “besserwisserar” sem hafa staðið í vegi fyrir því í 15 ár og að mínu mati óbeint valdið hryggilegu tjóni sem erfitt verður að bæta okkur upp.

Því miður virðast þingmenn VG og Sjálfstæðisflokksins hafa fundið samhljóm - í forræðishyggjunni!

Lýðveldisbyltingin

 


mbl.is Hugnast norska krónan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Við ESB inngöngu yrði bara til önnur forréttindarstétt eins og þú orðar það. opinberirstarfsmenn ESB sem eru ósnertanlegir og yfir lög hafnir.

já lagleg lausn eða hitt og heldur. 

Fannar frá Rifi, 30.1.2009 kl. 14:18

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Norska krónan gæti verið spennandi millileikur sem hægt væri að leika á meðan við erum að bíða eftir því að þjóðin samþykki að ganga í ESB og á meðan við erum að uppfylla Maastricht skilyrðin.

Rétt er þó að benda á eftirfarandi:

  • Að gera slíka samninga getur tekið marga mánuði og jafnvel ár. Norski Seðlabankinn mun þá verða Íslensku bönkunum lánveitandi til þrautavara. Hvaða skilyrði munu Norðmenn setja fyrir því? Þau verða örugglega mörg og munu snerta okkur djúpt. Við sjáum hvernig þeir féfléttu skilanefnd Glitnis þegar þeir náðu af þeim Glitni í Noregi.
  • Ef þjóðin hafnar aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslur og við komin með Norska krónu, verðum við þá með hana hér um ókomin ár?
  • Þegar er búið að semja við Norðmenn um að þeir séu aðal verndarar efnahagslögsögu okkar og eru þeir þegar komnir hér með umtalsverð hernaðarumsvif. Þeir eru þegar farnir að tala um okkar efnahagslögsögu sem "sitt" svæði.
  • Ef við verðum með norsku krónuna hér um ókomin ár og þeir "patróla" efnahagslögsögu okkar erum við þá í raun að gangast Noregskonungi aftur á hönd?
  • Er staða okkar þá ekki betri að vera hér með evru og í ESB og hafa sömu stöðu meðal þjóða heims og Þjóðverjar, Frakkar og Portúgalar?

Ef niðurstaðan er Norks króna um ókomin ár og Norsk hernaðarumsvif, hver er þá okkar staða sem sjálfstæð þjóð eftir önnur 90 ár?

Ef þessi Norska leið yrði farin hvern heldur þú lesandi góður að sagan myndi kalla "Loðinn Lepp". Andstæðinga ESB og fylgismenn "Norsku leiðarinnar" eða okkur fylgismenn ESB og evru?

Sjá allt um Norræna Íhaldsflokkinn hér.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 31.1.2009 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband