23.1.2009 | 00:17
Dagur 3 - góður dagur.
3. degi mótmæla er lokið með mjög ánægjulegum sáttum á milli lögreglu og mótmælenda. Flestum var mjög brugðið eftir atburði næturinnar sem snerust upp í tóm ólæti, ofbeldi og algjöra vitleysu og það er ljóst að hvorki lögreglan né alvöru mótmælendur vilja að slíkt endurtaki sig.
Í dag stóð ég í nokkuð fámennum en góðum hópi um hádegisbilið og sló í pönnuna milli þess sem kaffi og kakó rann ljúlega niður. Það var gott að vera þarna, mikill hávaði í hljómsveitinni en engin togstreita. Eitthvað var samt öðruvísi, mótmælendur voru grímulausir en lögreglan með grímur. Ég heyrði ekki fyrr en síðar um daginn af hverju það stafaði og vona að slíkar ofsóknir endurtaki sig ekki.
Nú ríður á að láta helgardjammið ekki skemma fyrir þessum ótrúlegu mótmælum.
Appelsínugul mótmæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:18 | Facebook
Athugasemdir
vonum að þessi taktík sé það sem koma skal. Eftir að atburði síðustu daga var einstaklega gaman að mæta niðureftir og upplifa algjöra andstæðu við það sem á undan hafði gengið. Hlutirnir ganga svo merkilega betur fyrir sig þegar ofbeldinu er sleppt.
Bangsimon tao meistari, 23.1.2009 kl. 00:29
Var þarna í kvöld og jafnvel grímuklædda fólkið var með appelsínugula borða auk þess sá ég tvo lögregluþjóna með borða líka. Allir vildu frið og rólegheit (fyrir utan hávaðan náttúrulega) greinilega. Endaði svo á því að löggan fékk frí þegar appelsínugulir mynduðu vegg við alþingishúsið.
Örn Ingvar (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.