Það eru fleiri sem þurfa á meðferð að halda!

Þó ég óski þess innilega að Ingibjörg Sólrún nái fullum bata sem fyrst verð ég að segja að Samfylkingin getur ekki lengur látið reka á reiðanum með þetta ríkisstjórnarsamstarf.

Robert WadeÍ gærkvöldi fengu sjónvarpsáhorfendur að heyra varnaðarorð Robert Wade (sjá hér) sem hefur greinilega betri innsýn inn í þróun efnahagsmála hér á landi en allir helstu ráðamenn okkar samanlagt. Hann sagði hreint út að ríkisstjórnin væri ekki að grípa til þeirra nauðsynlegu aðgerða sem afar brýnt væri að fara í. Björgunarleiðangurinn sem ráðherrarnir hafa svo oft talað um er bæði stefnulaus og fálmkenndur. Við megum víst eiga von á því að sjá það mun svartara þegar líður á vorið og höfum hreinlega ekki efni á því að hafa biðlund lengur með stjórnvöldum sem virðast tvístígandi og ráðalaus.

Neyðarstjórn óskast!Samfylkingarfólk hlýtur að krefjast að þessari ringulreið ljúki strax og að gengið verði til kosninga fljótlega. Neyðarstjórn eða utanþingsstjórn gæti brúað bilið og komið nauðsynlegum málum í höfn, t.d. með ráðgjöf frá Robert Wade, Rober Aliber, reynsluboltum frá Svíþjóð og Finnlandi þar sem kreppan lék þjóðina grátt upp úr 1990.

Hvað þarf mikið til að upp úr sjóði endanlega??? 


mbl.is Ingibjörg Sólrún lengur frá en áður var talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Hvaða æsingur er þetta eiginlega? Samfylkingin ætlar að bíða og sjá hvað sjálfstæðisflokkurinn ákveður að gera og þá auðvitað að fylgja þeim, átrúnaðargoðunum sínum. Samfylkingin hefur ekkert til málanna að leggja annað en að keppast við að svíkja allt sem lofað var, koma sér og sínum í eins mörg feit ríkisembætti og mögulegt er á sem skemmstum tíma og passa upp á að Davíð drulluhali Oddsson verði ekki truflaður í sætinu sínu svo lengi sem hann vill sitja þar.

corvus corax, 15.1.2009 kl. 13:17

2 Smámynd: Þór Jóhannesson

Auðvitað er þetta allt hárrétt sem þú segir Sigurður - en því miður þá ætlar Samfylkingin að bíða (á meðan allt brennur áfram) þar til Sjálfstæðisflokkurinn hefur ályktað um ESB á landsþinginu. Þeir ætla að fórna öllu fyrir hugsanlega ESB viðræður. Það er ennþá meira ógnvekjandi að með þessu er Samfylkingin að segja - leynt og ljóst - að ESB sé töfralausin í þeirra huga (enda e.t.v. ekki skrítið eftir margra ára evrópu dýrkun). Verst að Samfylkingin ætlar að notfæra sér ástandið til þess að þvinga þetta mál áfram - líkt og frjálshyggju og einkavinavæðingarráðherrann (í fullu umboði Valhallar auðvitað) ætlar að notfæra sér ástandið til að færa vinum sínum gróðvænlegu bitana úr heilbrigðiskerfinu á silfurfati.

Ísland er sjúkt - sjúkt vegna þess að hér ríkir flokkur og einavinskapur framar þjóðinni hjá pólitíkusum!

Þór Jóhannesson, 15.1.2009 kl. 13:51

3 identicon

Þetta er rétt

Við höfum ekki tíma til að bíða , verðum að fá NEYÐARSTJÓRN strax .

Þar fyrir utan vona ég að Ingibjörg komi heil og sæl heim , til fjölskyldu sinnar .

En aldrei aftur í pólitík .Nú er komið nóg.Skipta öllum út.Nýtt blóð og nýjar skoðanir þeirra sem taka við . 

Kristín (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband