13.1.2009 | 16:01
Já, ég heyrði það ekki!
Það er auðvelt fyrir Geir að kannast ekki við það sem Robert Wade hélt fram á borgarafundinum í gær, enda þorði forsætisráðherrann ekki að mæta þar og standa fyrir máli sínu. Á fundinum kom eftirfarandi m.a. fram í erindi prófessorsins:
"VAR HRUNIÐ Á ÍSLANDI ÓHJÁKVÆMILEGT, JAFNVEL ÁN EFNAHAGSERFIÐLEIKA Á HEIMSVÍSU? JÁ."
"HEFÐI RÍKISSTJÓRNIN GETAÐ GERT RÁÐSTAFANIR TIL AÐ DRAGA ÚR ÁHRIFUM KREPPUNNAR? JÁ."
Geir þrjóskast hins vegar við að bera ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut og kennir heimskreppunni um ástand mála hér. Vonandi fer þeim fækkandi sem trúa bullinu í honum. Því miður höfum við ærna ástæðu til að óttast að hlutirnir eigi eftir að versna og taka á sig mynd raunverulegrar kreppu. Hvað skyldi Geir vilja segja við okkur þá? Vonandi alls ekki neitt - hann má til með að taka pokann sinn og hverfa á braut.
Kreppan getur dýpkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já hann lítur ekki vel út á skjánum Foringinn sem við höfum treyst fyrir okkar
málum. Hann er enn í Guð blessi Ísland sjokkinu. Hann hætti að fara í frí og
áfallastreituröskunar prógramm. Landið er stjórnlaust. Hann sagði í kvöld að
Össur Iðnaðarráðherra væri að styrkja Áliðnaðinn á Suðurnesjum - þannig að
það væri margt að gerast. Hann sagði einnig í dag að það væri heill Ráðneytis-
stjóri bara að vinna í okkar málum!??
Guð blessi Ísland og íslenskan almenning.
Lifi byltingin
Ingvar Þórisson, 14.1.2009 kl. 01:44
ætti að fara í frí... ekki hætti en hann má hætta.
Ingvar Þórisson, 14.1.2009 kl. 01:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.