13.11.2008 | 13:00
Þau sem heima sitja
Öll berum við ábyrgð í svokölluðu lýðræðisríki. Við kusum og atkvæðin okkar leiddu til þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr. Þess vegna verðum við annað slagið að hugsa okkur um:
"Hafa fulltrúar okkar staðið sig sem skyldi?"
"Treystum við þeim til að sitja áfram við völd?"
Þau sem ekki eru sátt við hlutskipti þjóðarinnar í dag mega til með að taka þátt í mótmælafundunum á Austurvelli. Þetta er ekki í boði einhvers stjórnmálaflokks, Kaupþings Banka eða annarra (eigin)hagsmunaaðila. Mætið, látið rödd ykkar heyrast og tilfinningar sjást. Þau ykkar fullfrísk sem heima sitja eiga tæpast betra skilið!
Boða friðsamleg mótmæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.