12.11.2008 | 11:02
Síðasti Framsóknarmaðurinn
Ég veit svei mér þá ekki hvað Framsóknarflokkurinn ætti til bragðs að taka í baráttu sinni við óumflýjanleg örlög sín. Guðni er eins og síðasti geirfuglinn og væri sennilega best geymdur uppstoppaður í viðhafnarbúningi. Aðrir helstu forkólfar flokksins tengjast spillingarmálum, einkavinavæðingu, klíkuskap, bitlingum, baktjaldamakki og fyrirgreiðslupólitík svo eitthvað sé nefnt.
Nokkur helstu "afrek" flokksins í ríkisstjórn síðustu ára sem hækja íhaldsins snúast um misheppnaða einkavæðingu bankanna, afnám hátekjuskatts og lækkun virðisaukaskatts á þennslutímum, 90% húsnæðislán, stuðning við innrásina í Írak, útsölu á náttúruauðlindum (lowest energy prices), gjaldfellingu umhverfismats, stríð við öryrkja og fatlaða, o.s.frv.
Guðni einn á báti? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:03 | Facebook
Athugasemdir
Já framsóknarflokkurinn var yfirtekinn.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.11.2008 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.