Síðasti Framsóknarmaðurinn

Ég veit svei mér þá ekki hvað Framsóknarflokkurinn ætti til bragðs að taka í baráttu sinni við óumflýjanleg örlög sín. Guðni er eins og síðasti geirfuglinn og væri sennilega best geymdur uppstoppaður í viðhafnarbúningi. Aðrir helstu forkólfar flokksins tengjast spillingarmálum, einkavinavæðingu, klíkuskap, bitlingum, baktjaldamakki og fyrirgreiðslupólitík svo eitthvað sé nefnt.

Horfinn minnisvarðiNokkur helstu "afrek" flokksins í ríkisstjórn síðustu ára sem hækja íhaldsins snúast um misheppnaða einkavæðingu bankanna, afnám hátekjuskatts og lækkun virðisaukaskatts á þennslutímum, 90% húsnæðislán, stuðning við innrásina í Írak, útsölu á náttúruauðlindum (lowest energy prices), gjaldfellingu umhverfismats, stríð við öryrkja og fatlaða, o.s.frv.

Vinur minn, hann Hallur Magnússon vill kalla til nýja ESB sinnaða forystusveit með þá Binga, Óskar Bergsson, Pál Magnússon og fleiri við stjórnvölinn. Því miður er stuttur ferill þessa fólks nú þegar blóði drifinn og bakstungur og baktjaldamakk líklega það sem flokkurinn þarf síst á að halda.
 
Glaðir bankaeigendurÉg velti því fyrir mér hvort að Framsóknarflokkurinn eigi yfirleitt nokkurt erindi í hinu "Nýja Íslandi"? Hann er samdauna öllu því illa sem yfir okkur hefur gengið að undanförnu og mun aldrei geta hreinsað sig af því.

 


mbl.is Guðni einn á báti?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já framsóknarflokkurinn var yfirtekinn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.11.2008 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband