Lengi getur vont versnað

Varla hefur það farið fram hjá mörgum að Guðni Ágústsson og Bjarni Harðarson hafa staðið mjög þétt saman innan Framsóknarflokksins. Ég á vissulega erfitt með að trúa því að Guðni hafi hvergi komið nærri þessari misheppnuðu fléttu þar sem bréfinu átti að leka nafnlaust til fjölmiðla. 

Svo á Valgerður líka eftir að svara innihaldi bréfsins sem henni og fleirum innan flokksins var sent. Mörgum finnst nefnilega að hún skauti ansi létt framhjá ábyrgð sinni á einkavæðingarferli bankanna. Á borgarafundi í Iðnó sl. laugardag fullyrti hún að eðlilega hefði verið staðið að einkavæðingunni og að ekkert óhreint mjöl hefði verið í pokahorninu. Fyrir vikið baulaði fullur salurinn á hana, enda er gullfiskaminni Íslendinga ekki alveg svo slæmt.

Líklega verður töluvert mikil eftirspurn eftir varaþingmönnum úr flokksliðinu á næstunni líkt og í borgarstjórnarflokknum þar sem flestir efstu menn hafa horfið á braut. En lengi getur vont versnað!

Jónína BjartmarzTríó Björns IngaMarsibil Sæmundardóttir

 

Árni MagnússonBjarni HarðarsonJón Sigurðsson


mbl.is Guðni: Bjarni axlar ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband