Við erum ekki hross!

Auðvitað snýst þetta fyrst og síðast um völd. Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með stjórn landsins í áratugi líkt og um einkahlutafélag sé að ræða. Fólki hefur verið talin trú um að þeir séu hinir einu sem er treystandi fyrir stjórn efnahagsmála. Stöðugleiki??? Var þetta bara misheppnaður brandari?
 
Innganga í EBS þýddi auðvitað að flokkurinn gæti ekki lengur farið með þjóðina eins og hvert annað hrossastóð!
 
Hið sorglega er að ef Ísland ætlar sér ekki að taka stefnuna inn í ESB mun rjóminn af Íslendingum gera það upp á eigin spýtur, þ.e. með því að flytjast úr landi. Vel menntað fólk sem talar mörg tungumál getur hæglega fundið sér hálaunuð framtíðarstörf í öðrum Evrópulöndum.
 
Eitt einasta sendibréf til ráðherraráðsins er allt sem til þarf. Eftir það gætu aðildarviðræður hafist.

 


mbl.is Þjóðin í gíslingu Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband