28.10.2008 | 12:23
Björk er þjóðargersemi
Það er sérlega ánægjulegt að Björk skuli leggja sitt af mörkum að skapa umræðu um skynsamlega stefnu til framtíðar. Því miður er borin von að núverandi stjórnvöld bjóði upp á metnaðarfullar og djarfar lausnir frekar en fleiri álver og virkjanir
Nú ríður á að mynda stjórnmálahreyfingu sem hefur það helst að markmiði að nýta orkuna sem býr í fólkinu (hugvit og þekkingu) fremur en orkuna sem býr í vatnsföllum og háhitasvæðum. Fara verður varlega í frekari virkjanaframkvæmdir og tryggja að orkan verði nýtt í þágu raunverulegra hátækni- og sprotafyrirtækja.
Núverandi ríkisstjórn og þingmenn eru rúnir trausti og hæpið er að þeir starfi í umboði fólksins, svo mikið hefur breyst síðan vorið 2007. Ég krefst þess að efnt verði til kosninga sem allra fyrst!
Björk: Íslendingar eiga að styðja umhverfisvæn grasrótarfyrirtæki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.