Bless EES

Í hinni ómálefnalegu umræðu um Evrópusambandið og hugsanlega aðild Íslands að því síðustu misserin hafa margir stjórnmálamenn haldið því statt og stöðugt fram að hag landsins sé betur borgið með núverandi EES-samningi en fullri ESB-aðild. Sömu menn hafa gjarnan haft á orði að núverandi fyrirkomulag færi okkur flesta kosti en hlífi við kostnaðarsömum skyldum og segja einnig að hagsmunir svo lítillar aðildarþjóðar yrðu léttvægir í meðförum hins stóra Evrópuþings.
 
Nú hefur því miður komið í ljós að þessir andstæðingar ESB-aðildar sáu ekki heildarmyndina með sínum þröngu eiginhagsmunagleraugum. Ísland var því miður ekki með í félaginu á ögurstundu og því fór sem fór. EES bauð ekki upp á það öryggisnet sem lítil þjóð þurfti á að halda. Skyldu þeir áfram ætla að þrjóskast við?
 
Það gleymdist víst að ESB var á sínum tíma stofnað með það að leiðarljósi að þjappa sundurlyndum nágrannaþjóðum saman og gera sameinaða Evrópu í leiðinni að styrkri rödd í alþjóðastjórnmálum. Óneitanlega væri það hagur Íslands að vera þátttakandi í slíku samstarfi. Það er afdalamennska af verstu gerð að halda að lítil eyþjóð, skuldug upp fyrir haus, megi sín einhvers með áframhaldandi EES samningi.
 
Vissulega hafa aðildarríkin fengið mismikið út úr samstarfinu og þurft að leggja mismikið að mörkum. Hins vegar er það ómetanlegt þegar hamfarir ganga yfir, hvort heldur náttúrulegar, efnahagslegar eða styrjaldarlegar, að vera þáttakandi í sterku ríkjasambandi þjóða. Það hafa Íslendingar nú á vissan hátt sannreynt á eigin skinni og ættu að hugsa sig vel um áður en fleiri stóráföll ríða yfir. Verðmiðinn ætti heldur ekki að verða svo ýkja hár í ljósi efnahagsástandsins hér.

mbl.is Ítrekar að Ísland fengi hraðferð inn í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband