10.10.2008 | 13:42
Vandi VG
Það er sorglegt að sjá hvernig gamlir Allaballar einoka mörg ágæt baráttumál. Umhverfismálin eru t.d. síður en svo einkamál þeirra sem hallast til vinstri. Þegar ég heyrði í morgun að mótmælendur hyggðust syngja Nallann fyrir utan Seðlabankann steinhætti ég við að mæta.
Á tímabili kaus ég VG vegna stefnu þeirra í umhverfismálum. Því lauk hins vegar eftir að ég mætti á fund hjá þeim þar sem ESB var aðalumræðuefnið. Ragnar Arnalds talaði þar út í eitt um óteljandi galla við ESB-aðild en gat ekki nefnt einn einasta kost þegar ég spurði eftir því. Ekki einu sinni að taka upp Evru sem gjaldmiðil!
Mótmælt fyrir utan Seðlabankann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:49 | Facebook
Athugasemdir
við værum í miklu betri málum ef við hefðum annan gjaldmiðil. En ég er ekki viss um að ESB aðild myndi hjálpa okkur vegna sérstöðu okkar.
Jóhann Már Sigurbjörnsson, 10.10.2008 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.