Vandi VG

Það er sorglegt að sjá hvernig gamlir Allaballar einoka mörg ágæt baráttumál. Umhverfismálin eru t.d. síður en svo einkamál þeirra sem hallast til vinstri. Þegar ég heyrði í morgun að mótmælendur hyggðust syngja Nallann fyrir utan Seðlabankann steinhætti ég við að mæta.

Á tímabili kaus ég VG vegna stefnu þeirra í umhverfismálum. Því lauk hins vegar eftir að ég mætti á fund hjá þeim þar sem ESB var aðalumræðuefnið. Ragnar Arnalds talaði þar út í eitt um óteljandi galla við ESB-aðild en gat ekki nefnt einn einasta kost þegar ég spurði eftir því. Ekki einu sinni að taka upp Evru sem gjaldmiðil!


mbl.is Mótmælt fyrir utan Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Már Sigurbjörnsson

við værum í miklu betri málum ef við hefðum annan gjaldmiðil. En ég er ekki viss um að ESB aðild myndi hjálpa okkur vegna sérstöðu okkar.

Jóhann Már Sigurbjörnsson, 10.10.2008 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband