24.8.2008 | 21:27
EKKI FRÉTTIR
Skyldi Framsókn hafa tekist að planta málaliða sínum á skrifstofu mbl.is? Satt best að segja finnst mér harla lítill fréttamatur vera í því að Guðni Ágústsson ætli sér í hringferð um landið. Forvitnilegt verður þó að heyra hvort hann rýkur út í fússi ef einhver dirfist að tala illa um styrkjakerfi landbúnaðarins eða innflutningshömlur á landbúnaðarafurðir.
Í nýlegu viðtali við Sverri Stormsker (hér og hér) sýndi Guðni og sannaði að hann er hvorki skarpur né skemmtilegur og algjörlega úr takti við nútímalega hugsun. Líkt og flokksbróðirinn í Ráðhúsi Reykjavíkur fyllir hann skarð brotthlaupins formanns enda flýja flestir viti bornir menn (og dýr) sökkvandi skip. Sjá einnig ágæta færslu Stormskers hér um for(n)manninn og hans fylgifisk.
Guðni í fundaherferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.