18.8.2008 | 16:55
Að flýja sökkvandi skip...
Valið hjá Marsibil hefur varla verið svo erfitt. Framsókn mælist með rétt um 2% fylgi í Reykjavík en eflaust mun Óskar Bergsson og fleiri vinna markvisst að því að hækka þá tölu til að forða flokknum frá því að þurrkast út. Til þess verður ýmsum brögðum beitt, s.s. fyrirgreiðslupólitík að hætti Framsóknarmanna og sérúthlutuðum stuðningi við hópa og einstaklinga sem líklegir væru til að kjósa flokkinn að launum. Þar munu sameiginlegir hagsmunir borgarbúa þurfa að víkja eins og oft áður.
Hið nýja D+B gefur því miður litla ástæðu til bjartsýni. Framsókn stefnir hraðbyri til glötunar og það er alls ekkert sniðugt að setja drukknandi mann við stýrið í mörgum nefndum og ráðum. Borgarfulltrúar úr Sjálfstæðisflokknum hafa líka sýnt ýmislegt annað en styrk og samheldni að undanförnu og því eykur enn á óvissuna í borgarmálunum.
Það er ágætt hjá Marsibil að segja skilið við þann villuráfandik flokk sem Framsóknarflokkurinn er orðinn og leggja ekki nafn sitt við þetta valdarán. Hún fylgir þar í fótspor annarrar forystukonu í flokknum Önnu Kristinsdóttur og er þriðja toppmanneskjan af listanum í Reykjavík sem hverfur á braut. Það eru því ekki bara kjósendur sem segja skilið við flokkinn.
Marsibil segir sig úr Framsóknarflokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.