29.6.2008 | 10:22
nattura.info
Ég þakka Björk og öllum sem að þessu stóðu fyrir frábæra tónleika. Vonandi vekur þetta fólk til umhugsunar um landið sem við búum á. Ég er sannfærður um að það er komið að þáttaskilum í náttúruvernd á Íslandi því að við blasir að hér verði öllu raskað fyrir alþjóðlegar málmbræðslur.
Því miður virðast ríkisstjórnin stundum vinna með aðra hagsmuni að leiðarljósi en fólksins sem kaus þá. Líklega væri fyrir löngu búið að selja bæði Björk og Sigurrós til Sony eða CBS ef ráðamenn þjóðarinnar hefðu haft úrslitavald á því sviði!
Kynnið ykkur hinn nýja og bráðnauðsynlega upplýsingavef nattura.info og skoðið með eigin augum hvað er lagt að veði. Helsta ógnin við náttúru landsins er fólkið sem hefur farið á mis við að kynnast henni, er úr tengslum við uppruna sinn og lætur sér því fátt um finnast. Hér hefur eitthvað mikið farið úrskeiðis.
Óður til náttúrunnar í Laugardal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:22 | Facebook
Athugasemdir
Sóðar til náttúrunnar í Laugardal
Sævar Einarsson, 30.6.2008 kl. 03:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.