Hvað verður nú um Skipulagsstofnun?

Í lok ársins 2001 felldi Skipulagsstofnun þann úrskurð um fyrirhugaða virkjun við Kárahnjúka að framkvæmdin hefði veruleg neikvæð og óafturkræf umhverfisáhrif í för með sér og lagðist alfarið gegn henni. Í kjölfar þess sneri þáverandi umhverfisráðherra, Framsóknarhnátan Siv Friðleifsdóttir úrskurðinum við og gaf leyfi fyrir framkvæmdinni. Með því embættisverki gerði hún tilgang stofnunarinnar lítils verðan.

Ekki leið á löngu þar til lögum var breytt á þann veg að Skipulagsstofnun hefði ekki úrskurðarvald heldur einungis álitsgefandi hlutverk. Með því móti átti líklega að spara ráðherrum ríkisstjórnarinnar það ómak að þurfa að snúa við fleiri úrskurðum sem væru Framsóknarmönnum og öðrum innvígðum hagsmunaaðilum lítt að skapi.

Nú er komið að næsta kafla í sögunni um Skipulagsstofnun, skildur hennar og hlutverk. Sem betur fer eru Framsóknarmenn ekki áhrifamiklir um þessar mundir í umhverfisráðuneytinu. Það verður engu að síður erfiður róður að standa á móti þeim þunga áróðri sem rekinn er gegn stofnuninni, m.a. af Samorku, sambandi orku- og veitufyrirtækja sem eru með hvorki meira né minna en 5 framkvæmdastjóra á himinháum launum við það að ráðast gegn Skipulagsstofnun, íslenskri náttúru og umhverfisverndarfólki.


mbl.is Segist ekki hafa hafnað Bitruvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband