21.1.2008 | 11:03
Hin fleygu síðustu orð...
Hvað er Halldór Ásgrímsson eiginlega að vilja upp á dekk? Fékk hann ekki starf sem framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar svo honum verði áfram boðið í veislur með erlendum ráðherrum og gömlum kollegum? Er hann ekki sáttur við að hafa hagnast gífurlega á kvótakerfinu sem hann sjálfur átti mikinn þátt í? Finnst honum eftirlaunakjör forsætisráðherra ekki mönnum bjóðandi?
Nú tekur þessi friðelskandi höfðingi upp nokkra vel brýnda rýtinga og gengur í lið með fyrrverandi aðstoðarmanni sínum sem hann segir vera lykilmann fyrir framtíð flokksins í Reykjavík. Það er vitað mál að Halldór vildi ekki að Guðni yrði eftirmaður sinn sem formaður flokksins. Skyldi Guðni ætla að mæta örlögum sínum eins og hetjurnar forðum með rýtingana í bakinu? Hver skyldu hin fleygu síðustu orð hans verða?
Ómakleg framganga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.