23.10.2007 | 08:28
Metnaðarlausir Íslendingar?
Þó að endurskírn Ráðhústorgsins steli hugsanlega athyglinni frá sjálfri fréttinni þá vakti hún mig til umhugsunar um almenningssamgöngur hér á klakanum.
Yfirvöld í Kaupmannahöfn eru í óða önn að bæta við metróstöðvum út um alla borg, en metróinn er nýleg viðbót við stórgott samgöngukerfi borgarinnar. Þar með er auðveldlega hægt að fara leiðar sinnar um Borgina við Sundið í lestum, strætisvögnum, metró og á reiðhjóli auk einkabílsins.
Það er sérkennilegt metnaðarleysi hér á Íslandi þar sem raforkan drýpur af hverju strái að ekki skuli vera neitt framboð af rafknúnum almenningssamgöngum. Allar hugmyndir um rafmagnslestir, einteinunga, metró, sporvagna eða annað slíkt eru jafnharðan afgreiddar sem draumórar og stjórnmálamenn skortir metnað og kjark til að rekast í slíkum langtímaverkefnum. Á sama tíma er verið að grafa landsins lengstu göng frá Hálslóni niður að túrbínum Kárahnjúkavirkjunar í 40 km. fjarlægð og íbúar á SV-horninu eyða sífellt lengri tíma á degi hverjum í að komast úr og í vinnu.
Ég minni hér á nýlegt innlegg Kjartans Péturs Sigurðssonar um samgöngumál á SV-horninu.
Þjónustumiðstöð á Ráðhúsplássinu tekin niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Alveg er ég hjartanlega sammála þér!
Í raun er það spurning um lífsgæði í nútímasamfélögum, hversu mikið maður þarf að eyða í ferðalög á milli staða og hvort að maður hreinlega hefur val um það að eiga ekki bíl.
Kominn tími til að það sé mörkuð heildstæð stefna um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.
Svo vill ég fá lest til Keflavíkur og flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni.
Heiðar Reyr Ágústsson, 23.10.2007 kl. 09:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.