Gefum Binga frí !

Ekki væri úr vegi að rifja aðeins upp síðustu borgarstjórnarkosningar og það hvernig exbé með Björn Inga í broddi fylkingar rétt tókst á síðustu metrunum að ná inn einum manni. Ógrynni fjár hafði verið ausið í auglýsingar og andlit Binga var orðið innbrennt í tölvuskjái landsmanna. Engin furða að verðlauna þurfti Rúnar Hreinsson, þáverandi kosningarstjóra flokksins með allsæmilegum kauprétti í hinu sameinaða orkuútrásarfyrirtæki, enda ekki svo slæm hugmynd að bjóða nokkrum fátækum innflytjendum fría ferð í strætó með pitsu og vasapening í ofanálag gegn smá greiða?

Björn Ingi var í augum sumra vonarstjarna Framsóknarflokksins. Hann var þessi ungi og röggsami stjórnmálamaður sem þeir þurftu að finna, alveg laus við þumbarahátt Halldórs og forneskjulegt yfirbragð Guðna. Aðrir álitu hann spilltan tækifærissinna af verstu gerð og töldu hann hafa meiri áhuga á eigin frama en málefnum borgarinnar.

Nú hefur það heldur betur komið í ljós að góði gamli Villi valdi sér heldur óáreiðanlegan meðreiðarsvein. Bingi hefur verið ósmeykur að moka undir eigin rass og hefur samkvæmt heimildum DV um þreföld mánaðarlaun borgarstjórnarfulltrúa með setu í ófáum nefndum og ráðum, eða um 1.350 þúsund á mánuði. Þarna er að sjálfsögðu einungis talað um þær greiðslur sem þola að sjá dagsins ljós.


mbl.is Meirihlutinn í borgarstjórn fundar um niðurstöðu sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband