5.10.2007 | 14:45
Óhlutdræg matsskýrsla?
Hvenær skyldu Íslendingar fara að ranka við sér og gera þær sjálfsögðu kröfur að þeir sem vinna matsskýrslur um umhverfisáhrif eiga ekki að hafa stórfelld hagsmunatengsl við fyrirhugaðar framkvæmdir?
HRV, verkfræðistofan sem vann umrædda skýrslu sem úrskurður Skipulagsstofnunar byggist á, hefur gegnt mikilvægu hlutverki við hönnun allra þriggja álveranna sem nú eru á Íslandi. Auk þess hafa þeir og önnur nátengd fyrirtæki komið mikið við sögu í uppbyggingu Kárahnjúkavirkjunar og eru nú viðriðnir jarðvarmavirkjanir sem ætlað er m.a. að útvega orku fyrir fyrirhugað álver í Helguvík. Ekki er ólíklegt að þeir muni fá stór verkefni í Helguvík.
Eyjólfur Árni Rafnsson, einn eiganda og framkvæmdastjóri HRV hefur verið í áhrifastöðum innan Framsóknarflokksins en það er auðvitað óskylt mál...
Skipulagsstofnun telur að álver í Helguvík muni ekki valda verulegum spjöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.