30.9.2007 | 21:16
Lítillátur meistari
Eins og ýmsir frábærir listamenn er Aki Kaurismäki lítillátur með afbrigðum og gerir gjarnan lítið úr myndum sínum í viðtölum. Það breytir því ekki að myndir hans höfða til áhorfenda út um allan heim þó svo að hvorki séu þær gerðar á engilsaxnesku né skarti stjörnum frá Hollywood. Íslenskir starfsbræður hans gætu svo sannarlega tekið sér hann til fyrirmyndar hvað þetta varðar en einnig hægverskuna. Einn þeirra belgdi sig út í blaðaviðtölum nú um helgina og glumdi þar hátt í tómri tunnu. Hann sagði m.a. einhverja verstu mynd sína (af mörgum afleitum) vera frábæra mynd og gefur í skyn að viðvaningsleg vinnubrögð sé það sem koma skal. Það er víst borin von að hinn gamli Matthildingur muni læra eitthvað af kollega sínum frá Finnlandi.
Kaurismäki tók við verðlaunum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar á Bessastöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.