15.9.2007 | 09:55
Rússnesk rúlletta?
Maður veltir því fyrir sér hvort að þessir borgarstarfsmenn séu með öllu mjalla. Hér er verið að spila rússneska rúllettu með vatnsból höfuðborgarbúa, hreina vatnið okkar! Hvað nú ef það kemst olíumengun í það, hvað segja borgarstarfsmenn þá? Fyrirgefiði, en við lofum að gera þetta aldrei aftur?
Því miður er þetta vatn á myllu frjálshyggjudrengjanna sem fullyrða að betur sé hugsað um hluti í einkaeigu heldur en í sameign þjóðarinnar. Um það má endalaust deila en á meðan má ekki taka neina sénsa með Gvendarbrunnana. Keyrið þetta olíumengaða rusl í einum grænum á einhvern stað þar sem það mengar hvorki vatnsból né dýralíf.
Áhyggjur af vatnsbólunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.