Samfylking aumingja?

Þegar verktakafyrirtæki stunda kolólöglega starfsemi og uppfylla ekki lagaskyldur eru 2 lögreglumenn sendir á staðinn og enda í kaffi inni á kontór. Þegar nokkrir aumir mótmælendur láta sjá sig í nágrenni vinnusvæða þar sem nútíma þrælahald er stundað óáreitt og menn vinna óskráðir og ótryggðir, er hins vegar send af stað 30 manna sveit og mótmælendurnir teknir höndum.

Kárahnjúkavirkjun skal rísa hvað sem hver segir og skiptir þá litlu máli hvort að níðst er á erlendu verkafólki eða íslenskum náttúruunnendum. Og þjóðin virðist hafa meiri áhuga á auglýsingu Símans með Jesú og lærisveinunum heldur en æru sína og dýrmætustu djásn. Vonandi verða sagnfræðingar framtíðarinnar stjórnvöldum og okkur hinum ekki miskunsamir. Samfylking aumingja.


mbl.is Talið að starfsemi Hunnebek og GT verði ekki stöðvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband