Kærufrestur er opinn

Nú er lag fyrir kjósendur og stuðningsmenn Miðflokksins í Suðurkjördæmi að kæra framboð Birgis til ógildingar kjörbréfs. Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar fundar stíft þessa dagana og þyrfti að taka slíkar kærur til meðferðar. Birgir viðurkenndi sjálfur í hádegisfréttum RÚV að hafa hugsað sér til hreyfings fyrir kjördag og ef það telst ekki verulegur ágalli á framboði hans og kosningu þá er nú fokið í felst skjól. Hæpið er að stjórnarskrárákvæði um þingmenn eigi við um Birgi þar til kjörbréf hafa verið staðfest.

 

Úr lögum um kosningar til Alþingis nr. 24/2000


118. gr. Nú kærir einhver kjósandi að þingmann er kosningu hlaut skorti einhver kjörgengisskilyrði eða að framboðslisti hafi verið ólöglega framboðinn eða kosinn svo að ógilda beri kosninguna, og skal hann þá innan fjögurra vikna frá því að kosningaúrslit voru auglýst, en þó áður en næsta Alþingi kemur saman, senda dómsmálaráðuneytinu kæru í tveimur samritum. Dómsmálaráðuneytið sendir þegar í stað umboðsmönnum framboðslistans annað samritið en hitt skal lagt fyrir Alþingi þegar í þingbyrjun.

Úr 120. gr. 
 Ef þeir gallar eru á framboði eða kosningu þingmanns sem ætla má að hafi haft áhrif á úrslit kosningarinnar úrskurðar Alþingi kosningu hans ógilda og einnig án þess ef þingmaðurinn sjálfur, umboðsmenn hans eða meðmælendur hafa vísvitandi átt sök á misfellunum, enda séu þær verulegar. Fer um alla þingmenn, kosna af listanum, eins og annars um einstakan þingmann ef misfellurnar varða listann í heild.


mbl.is Eyddi sumarfríinu í kosningabaráttuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband