Spilað með almenning og almannahag

Það er áhugavert að lesa þessa frétt og minna sig í leiðinni á það að HS-orka var orkufyrirtæki í almannaeigu, selt með málamyndagjörningi til milljarðamæringsins Ross Beatty, þrátt fyrir bænaskjal undirritað af næstum 50 þúsund Íslendingum sem vildu láta stöðva söluna og láta fara fram þjóðar­at­kvæðagreiðslu um eign­ar­hald á orku­auðlind­um Íslands og nýt­ingu þeirra.
 
Samkvæmt því sem hér kemur fram er nú búið að selja íslenskum lífeyrissjóðum næstum helming fyrirtækisins og þar með íslenskum almenningi. Nú er HS-orka sem sagt einkafyrirtæki í eigu fjárfesta og lífeyrissjóða og þá er ýmislegt hægt sem forstjóranum finnst eðlilegt og rétt:
Í sam­töl­um sveit­ar­stjórn­ar og Vest­ur­verks [HS-orku] var rætt um hvernig fyr­ir­tækið gæti stutt sam­fé­lagið. Hug­mynd­ir að öll­um þeim verk­efn­um sem nefnd hafa verið hafa komið frá heima­mönn­um. Sum þeirra tengj­ast beint vænt­an­leg­um fram­kvæmd­um, svo sem lagn­ing þrífasa raf­magns og ljós­leiðara og end­ur­bæt­ur á hafn­ar­svæði. Önnur má skil­greina sem sam­fé­lags­verk­efni“.
 
Það má öllum vera ljóst að örlítið og afskekkt sveitarfélag norður á Ströndum á erfitt með að standast slík gylliboð frá stöndugu orkufyrirtæki. Það er greinilega búið að kaupa sér velvild oddvitans og fleira fólks sem kýs þá væntanlega að líta á væntanlega virkjun sem tækifæri frekar en náttúruspjöll. Mér finnst heldur lágt lagst af Kristni H. Gunnarssyni fyrrum alþingismanni að elta uppi fólk sem flutt hefur lögheimili sitt heim í hérað til að standa vörð um íslenska náttúru. Sama má segja um þá ráðamenn sem senda lögreglu heim til fólks til að snuðra og spyrja spurninga um fjölskylduhagi og einkamál fólks. Það er greinilegt að ekki er sama hver á í hlut, Steingrímur J., Sigmundur Davíð eða sauðsvartur almúginn.

Undirskriftir afhentar

mbl.is Vesturverk í meirihlutaeigu Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Læra strax á Fjármálakerfið, sem færði flestar eignirnar til sín 2008

með  Kreppufléttan, endurtekið.

Við verðum að reyna að skilja heildarmyndina , og þá sjáum við hvað verið er að gera.

Einhver fjármálaelíta ætlar að eiga allt, og selja okkur á margföldu verðlagi.

Fjármálakerfið skrifar aðeins bókhald, og menntakerfið heldur okkur óupplýstum.

Peningar, seðlar.

Menntum okkur, í þessari einföldu fléttu sem telur okkur trú um að fjármálakerfið láni eitthvað.

Banki er alltaf tómur.

Lesa bloggið hjá mér.  http://jonasg-egi.blog.is/

Gangi ykkur allt í haginn.

Egilsstaðir, 16.05.2018  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 16.5.2018 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband