Hvað Mogginn sér

Torkennileg ókyrrð gerir nú vart við sig í sálarkitru Moggaritstjórnarinnar. Í þrjá daga í röð hafa hinir verðmætu dálksentimetrar Staksteina verið nýttir til að hnýta í Ómar Ragnarsson og Íslandshreyfingu hans. Hvað gæti valdið þessu? Eru það óvæntar áherslur Ómars og félaga í Evrópumálum? Eru það hugmyndir þeirra um að leyfa takmarkaðar veiðar smábáta í trássi við kvótagreifana? Er það ef til vill sú óvænta staðreynd að Íslandshreyfingin birtist ekki sem sá harðsvíraði eins-máls-flokkur sem margir höfðu talið? Hvað sem öðru líður virðist Mogginn sjá eitthvað sem Capacent Gallup og co. koma ekki auga á. Hvort það er óttinn við að einhverjir sanntrúaðir Sjálfstæðisflokksmenn gangi úr skaftinu eða tortryggni á það sem sumir hafa nefnt hægri-græna stefnu er ekki gott að segja.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband