Af öðrum landsfundi í öðrum flokki

Fyrir tæpum 5 árum var formannskjör á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Öllum að óvörum bauð Pétur Blöndal sig fram gegn sitjandi formanni þegar 5 klst. voru til atkvæðagreiðslunnar. Leikar fóru svo að Bjarni Benediktsson hlaut 62% greiddra atkvæða en Pétur fékk 30%. Eins og sjá má í frétt Morgunblaðsins kallaði Bjarni Benediktsson Pétur upp á svið og þakkaði honum fyrir "afar snarpa en drengilega kosningabaráttu".

Forystufólk Samfylkingarinnar sem nú gagnrýnir Sigríði Ingibjörgu harðlega fyrir framboð sitt gegn sitjandi formanni mætti taka þessa frétt til skoðunar og reyna að skammast sín. Framboð hennar leiddi nefnilega í ljós að formaður flokksins nýtur alls ekki nægilegs trausts og það er örugglega ekki Sigríði Ingibjörgu að kenna. Ef Samfylkingunni á að takast að rétta úr kútnum þarf fólkið þar á bæ að horfa í spegil og velta því vandlega fyrir sér hver tilgangur flokksins sé og hvernig honum verði best náð.


mbl.is Segist íhuga stöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband