Af gefnu tilefni

Þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson vill gjarnan að við lærum af reynslu annarra. Gott og vel, þótt fyrr hefði verið. Í grein sinni tilgreinir hann sérstaklega "einstaka hópa" innflytjenda sem virði ekki lýðræði, mannréttindi kvenna og samkynhneigðra. Samkvæmt Ásmundi ber þetta fólk ekki virðingu fyrir mörgu sem hefur verið okkur heilagt í þúsund ár.
logo_islenskt.png
En hvað er nú aftur langt síðan samkynhneigðir fengu réttindi sín tryggð samkvæmt stjórnarskrá á Íslandi? Það hafa þeir reyndar ekki fengið enn því að Ásmundur Friðriksson og félagar hans á Alþingi standa í vegi fyrir staðfestingu nýrrar stjórnarskrár sem 2/3 hlutar kjósenda studdu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012. Þannig er lýðræðið á Íslandi.

Hins vegar stendur skýrum stöfum í gömlu stjórnarskránni að allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar eða litarháttar. Ásmundur hefur líklegast ekki lesið þetta nægilega vel.


mbl.is Spyr um rannsóknir á múslímum á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er í gangi? Er það ekki bara hið besta mál að það sé kannað hverjir það eru sem koma hingað?? hefur ekkert með fordóma að gera! 

ólafur (IP-tala skráð) 13.1.2015 kl. 11:51

2 identicon

Meðvirknin skilar sér í ýmsum myndum og að lokum með hörmung. Telja menn sig eitthvað meiri með að þykjast vera PK - pólitískt korekt-  eða óttast þeir krítik frá "góðu bláeygðu rasistunum". 

Kannast einhverjir við þetta -Þú er helvítis islamafób og rasisti- af því að þú hefur ekki dálæti á einstaklingum sem forakta lýðræðið í landinu sem það býr í og vill taka upp sína siði og menningu "eins og heima"!

Við skulum ræða málin þegar múslima hafa náð 4% eða 13.000 sem virðit ekki langt í meða sama framhaldi.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.1.2015 kl. 12:03

3 identicon

Sjallarnir hafa mikla reynslu í því að rannsaka "bakgrunn" manna. Setja mætti Ásmund og Brynjar í djobbið undir stjórn Stasi-Styrmis.

Ætti ekki að vera mikið mál og varla þurfa kapparnir á hvatningu að halda.

"Let's go"!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.1.2015 kl. 12:34

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hér virðist talað af vanþekkingu um l islam og það  sem trúarrit þeirra áskilur. Hér er ein margra greina eftir mann sem gjörþekkir kenningar og trúarrit múslima og hvað er ætlast til af þeim. Það er mikill misskilningur meðal þeirra sem ekki þekkja þetta að alhæfa um annað eins og þeir séu trú friðar eða annað álíka. Ekkert er fjarri sannleikanum en það.

http://valdimarjohannesson.blog.is/blog/valdimarjohannesson/entry/1397350/

Spurning hvort þið trúið sjálfum Salman Tamimi :

http://gthg.blog.is/blog/gthg/entry/1579218/

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.1.2015 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband