4.12.2014 | 11:29
Óskorað vantraust?
Það verður seint sagt að almennt áhugaleysi hafi ríkt innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins um að gegna stöðu innanríkisráðherra. Amk. 5 þingmenn lýstu því yfir fyrir framan sjónvarpsmyndavélar að þeir vildu gjarnan taka að sér þetta erfiða ráðuneyti sem varaformaðurinn skilur eftir sundurtætt og í rjúkandi rúst. En annað hvort gat formaður flokksins ekki gert upp á milli allra þessara kappsfullu þingmanna eða þá að hann treysti engum þeirra nægilega vel.
Þetta er vandasöm ákvörðun sem ég stóð frammi fyrir. Fyrst og fremst vildi ég fá einstakling sem nyti óskoraðs trausts okkar sjálfstæðismanna. Ég lít á hana sem eina af okkur enda var hún hér á þingi með okkur fram á síðasta ár. Hún hefur reynslu úr ráðuneytinu, hún er lögfræðimenntuð, býr hér í Reykjavík. Reykvíkingar hafa sem sagt í sjálfu sér innan raða Sjálfstæðisflokksins einungis í dag einn ráðherra í þessum tveimur stóru kjördæmum og það er hægt að halda því fram að hún sem Reykvíkingur geti verið þeirra fulltrúi við þessar aðstæður.
Að vísu er erfitt að sjá hvernig Ólöf Nordal geti talist fulltrúi Reykvíkinga þar sem að hún hætti í stjórnmálum vorið 2013 og flutti til Sviss. Sömu orð mætti nota um forvera Bjarna, lögfræðimenntaðan og reynslumikinn ráðherra sem býr í 101 Reykjavík. En gleðilegt er að heyra að Ólöf skuli hafa náð heilsu eftir svo alvarleg veikindi og vonandi mun hún standa sig betur í starfinu en fráfarandi ráðherra og varaformaður flokksins sem hefur væntanlega gert út af við sinn pólitíska feril.
Bjarni ánægður með niðurstöðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.