Margt er líkt með líkum

Steingrímur J. barði sér á brjóst í ræðustól Alþingis og sagðist hafa unnið þrekvirki við það að endurreisa gömlu bankana. Og hvernig fór hann að því? Jú, með því að gefa út veiðileyfi á skuldug heimili og láta þau borga fyrir endurreisn fjármálakerfisins.

SJSÞBSjálfum liði mér heldur skár ef þessi óútfyllti tékki færi í að byggja upp samfélagslega ábyrgt fjármálakerfi með sjálfbær markmið fremur en sama sukkið, enn eina ferðina. En líklega hljómar svoleiðis framtíðartónlist framandi í eyrum stjórnmálamanns sem setið hefur á þingi í 28 ár og rifjað upp kosningaloforðin á 4 ára fresti. 

Það merkilega er að fortíðarþrá Steingríms virðist bara falla nokkuð vel í kramið hjá sumum stuðningsmönnum VG, þar með talið mínum gamla félaga Þráni Bertelssyni, sem kosinn var á þing með róttæka stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar að leiðarljósi. En eins og konan sagði: "Margt er líkt með líkum".

 

Stefnuskrá BH byrjar á umfjöllun um skuldug heimili og fyrirtæki:

Gripið verði þegar í stað til neyðarráðstafana í þágu heimila og fyrirtækja

1. Alvarleg skuldastaða heimilanna verði tafarlaust lagfærð með því að færa vísitölu verðtryggingar fram fyrir hrun hagkerfisins (til janúar 2008). Höfuðstóll og afborganir húsnæðislána lækki til samræmis við það. Raunvextir á verðtryggðum lánum verði að hámarki 2–3% og afborgunum af húsnæðislánum megi fresta um tvö ár með lengingu lána. Skuldabyrði heimila vegna gengistryggðra íbúðalána verði lagfærð í samræmi við verðtryggð íbúðalán. Í framhaldinu verði gert samkomulag við eigendur verðtryggðra húsnæðislána um að breyta þeim í skuldabréf með föstum vöxtum og verðtryggingarákvæði í lánasamningum verði afnumin.


mbl.is Þrekvirki við endurreisn banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband