24.5.2011 | 10:34
Íslendingar læra hvorki af eigin mistökum né annarra
Salan á nýtingarrétti íslenskra auðlinda til erlendra aðila heldur áfram. Fyrst var það hinn ákærði Otto Spork sem gerði 95 ára samning við Snæfellsbæ. Magmamálið þekkja flestir en tæplega 50.000 undirskriftir virðast ekki hafa dugað til að stöðva þá spillingu. Kínverskir aðilar hafa keypt stóran hlut í íslensku útgerðarfyrirtæki og nú síðast þessi sala Jóns Ólafssonar sem fjallað er um í fréttinni. Skyldi það vera tilviljun að fregnir af þessu berist í miðju hamfaragosi þegar fjölmiðlar eru undirlagðir?
Nú er það svo að erlend fjárfesting þarf alls ekki að vera slæm, og raunar er auðvelt að koma auga á ákveðna kosti hennar. Vandamálið er hins vegar að umræðan um erlent eignarhald í fyrirtækjum sem nýta íslenskar auðlindir hefur ekki farið fram. Regluverkið er ófullkomið, en það er ávísun á misnotkun og spillingu. Ekki hafa verið settar reglur um hámarkseign erlendra aðila nema í sjávarútvegsfyrirtækjum. Þeir stjórnmálaflokkar sem helst gefa sig út fyrir að standa vörð um náttúru og auðlindir eru nú við völd og hreint ekki að sjá að þetta sé þeim mikið hjartans mál.
Íslendingar virðast staðráðnir í að læra hvorki af eigin mistökum né annarra.
Icelandic Glacial eykur hlutafé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.