10.4.2011 | 15:04
Fólk vill fá ábyrgari og samfélagsvænni fjármálastofnanir
Ég á spænskan tengdapabba sem er fremur íhaldssamur lögfræðingur, kominn á eftirlaun. Hann hringdi í morgun og óskaði okkur til hamingju með niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar þrátt fyrir að vita ekki hvernig atkvæði okkar féllu.
Almenningur á Spáni hefur svo sannarlega fengið að kenna á samdrætti og afleiðingum óábyrgrar stefnu banka og ríkisins í fjármálum. En á meðan að fólk flest neyðist til að þrengja sultarólina og jafnvel lifa á atvinnuleysisbótum sem duga vart fyrir mat, hefur lítið breyst í sjálfu fjármálakerfinu. Fólk kallar eftir ábyrgara og samfélagsvænna regluverki en lítið gerist fyrr en fólk segir hingað og ekki lengra.
Við skulum vona að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar marki upphafið að ábyrgari fjármálastjórnun á Íslandi og að annars konar bankastarfsemi fylgi í kjölfarið. Það eru mikil vonbrigði að "nýju" bankarnir skuli hafa verið byggðir á gömlum og úreltum gildum.
Gott hjá Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:08 | Facebook
Athugasemdir
"Fólk vill fá ábyrgari og samfélagsvænni fjármálastofnanir" Hárrétt Siggi ! en spillingin er víðar en í fjármálageiranum, þeir sem við veljum til að hafa eftirlitið þurfa meira aðhald en raunin er búin að ver, en til að spara tíma og pláss vísa ég á nýlegt innlegg mitt við frétt um "áhyggjuefni" Evrópskra fjármálaráðherra HÉR., frekar enn að skrifa allt aftur hér hjá þér.
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 10.4.2011 kl. 16:34
Ég myndi ekki hefja væntingar mínar til himins á meðan lobbyistar spillingaraflanna sitja í þingsætum og ráðherrastólum Siggi. Nú er hætt við að ríkistjórnin taki upp dulinn terrorisma, þar sem þau reyna að spila sem verst úr málum og mögulegt er, bölmóð sínum fyrir kosningar til fulltyngis. Þau hafa á milli þess að velja eða verða fullkomnir ómerkingar. Það er ekki beint lofandi prospekt.
Þau verða að fara þess vegna.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.4.2011 kl. 17:15
Þau eru raunar byrjuð á þessu eins og sjá má af fyrirsögnum norrænna blaða a.m.k. "Frykter kaos etter nytt nei í Island!" Þetta sagði blýfrúin í kosningasjónvarpi og endurtók í silfri Egils. Hér verður ekki hægt að taka til höndum með bjartsýni samvinnu og röggsemi, fyrr en þau hypja sig eða breyta um tón.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.4.2011 kl. 17:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.