24.3.2011 | 13:43
Inga Lind gæti orðið Íris Lind
Æ-æ. Inga Lind sér ekki ástæðu til að taka sæti í nýskipuðu stjórnlagaráði því að formaður Sjálfstæðisflokksins og laukur Engeyjarættarinnar lýsti því yfir í ræðustól Alþingis í morgun að hann ætlaði ekki að taka mark á tillögum ráðsins, hvort heldur sem stuðningur væri við þær meðal þjóðarinnar eða ekki.
Vonandi fáum við þá hinn hæfileikaríka lögfræðing Írisi Lind Sæmundsdóttur inn í staðinn. Hún er allavega verðugur fulltrúi, hvað sem öðru líður. Hvort að meiri líkindi séu með þessum ágætu konum en nafnið og fæðingarárið skal ekkert fullyrt um.
Þiggur ekki sæti í stjórnlagaráði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.