25.2.2011 | 23:33
Dagur #5
Nú hefur DV grafið upp að Icesave-peningarnir hafi farið í endurfjármögnun á útistandandi lánum gamla Landsbankans. Þannig eiga um 1.000.000 milljónir af sparifé 300.000 Breta og 125.000 Hollendinga að hafa farið í að halda íslenskum banka á floti eftir að í óefni var komið.
Nú er brýnt að skilanefnd Landsbankans staðfesti þessar upplýsingar eða leiðrétti. Íslendingar eiga að greiða atkvæði um Icesave-samning III í þjóðaratkvæðagreiðslu innan tveggja mánaða og eiga skilyrðislausan rétt á að mikilvægum upplýsingum sé ekki haldið leyndum fyrir þeim.
Einnig væri vel við hæfi að upplýst verði um tilraunir stjórnvalda að endurheimta fé frá helstu eigendum og stjórnendum gamla Landsbankans. Varla getur nokkur vafi leikið á því að um svikamyllu var að ræða.
Nú er brýnt að skilanefnd Landsbankans staðfesti þessar upplýsingar eða leiðrétti. Íslendingar eiga að greiða atkvæði um Icesave-samning III í þjóðaratkvæðagreiðslu innan tveggja mánaða og eiga skilyrðislausan rétt á að mikilvægum upplýsingum sé ekki haldið leyndum fyrir þeim.
Einnig væri vel við hæfi að upplýst verði um tilraunir stjórnvalda að endurheimta fé frá helstu eigendum og stjórnendum gamla Landsbankans. Varla getur nokkur vafi leikið á því að um svikamyllu var að ræða.
50% vilja að Ólafur Ragnar bjóði sig fram aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:47 | Facebook
Athugasemdir
Björgólfur Thor virðist vera með friðhelgi, hann er ábyggilega hluthafi í mörgum stjórnmálamönnum sem sitja á Alþingi í dag.....
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.2.2011 kl. 01:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.