Þau prédika eitt en praktísera annað

Svokölluð "umræða" stendur nú yfir á Alþingi um stjórnlagaþing og álit Hæstaréttar á tæknilegum brotalömum kosninganna sl. nóvember. Því miður eiga þessi orðaskipti þingmanna lítið skylt uppbyggilega umræðu. Ásakanir, afneitun, rangfærslur og hreinn dónaskapur flæðir út um allar gáttir Alþingis þessa stundina.

Sumir þingmenn segjast meira að segja vilja tala upp virðingu við Alþingi og stolt þjóðarinnar. Varla gera þeir það með því að dreifa mykju í stað þess að taka höndum saman í leit að lausnum með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Virðing Alþingis hefur sjaldan eða aldrei beðið aðra eins álitshnekki.

Stjórnlagaþing er okkar helsta von til að bæta stjórnkerfið og draga úr spillingu. Ef "kerfið" eða sérhagsmunaöfl ætla sér að stöðva framgang stjórnlagaþings með einum eða öðrum hætti, munu heiðarlegir borgarar sjálfir setja stjórnlagaþing án þess að spyrja alþingismenn eða stjórnmálaflokka álits. Mikið framboð er á áhugasömu fólki, svo mikið er víst.  


mbl.is Ákvörðun Hæstaréttar kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Oft hefur verið minna tilefni fyrir fólk að mæta á þingpallanna eða fyrir utan alþingi.

hilmar jónsson, 27.1.2011 kl. 12:47

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir hvenær eigum við að mæta niður á Austurvöll og inn á alþingi til að moka út?

Sigurður Haraldsson, 27.1.2011 kl. 13:09

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þarf ekki að mótmæla líka við Hæstarétt?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 27.1.2011 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband