25.1.2011 | 07:45
Samband atvinnurekenda fellir grímuna
Samtök atvinnulífsins hafa löngum haft yfir sér einkennilega áru, ekki síst eftir að Vilhjálmur Egilsson tók við starfi málpípu samtakanna. Í dag heyrðust einkennileg hljóð úr horni sem hafa verið túlkuð á þann hátt að SA ætli að byggja skjaldborg um kvótakerfið. Auk þess hvetja samtökin til þess að umhverfismálum verði í raun stungið undir stól með því að leggja niður umhverfisráðuneytið, búta málaflokkinn niður og setja hann eftir aðstæðum undir iðnaðar-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.
Á síðu SA kemur fram að samtökin hafi innan sinna vébanda átta aðildarfélög (þ.á.m. LÍÚ og Samtök orkufyrirtækja) og um 2100 smá og stór fyrirtæki þar sem starfa um 55.000 starfsmenn. Ert þú einn af þeim?
Ég vek athygli á því að "Samtök atvinnulífsins" kalla sig "Confederation of Icelandic employers" á enskri tungu. Á Íslensku þýðir það "Samband atvinnurekenda" sem er eflaust réttnefni.
Furðar sig á kröfu SA í viðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Lágkúruleg vinnubrögð hjá Vilhjálmi og co.(LÍÚ)reyna að kúga stjórnvöld til að láta kyrrt liggja.
LÍÚ eru einhver mesta ógæfa sem Íslenskt samfélag hefur orðið fyrir, og að mínu mati miklu stærri factor í þessarri ógæfu sem yfir okkur hefur dunið en fólk almennt gerir sér grein fyrir.
Reyndar skrítið með LÍÚ(Landsamband Íslenskra Útvegsmanna)þeir virðast bara vinna fyrir stórútgerðirnar sem "eiga" kvóta.
Ættu þessi samtök ekki að heita eitthvað allt annað?
Birkir (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 09:39
Þarna talar hin raunverulega ríkisstjórn Lýðveldisins Íslands. Þessi samtök hafa í gegnum tíðina geta pantað sér lagasetningar og stjórnvaldsaðgerðir eftir þörfum hjá undirdeildum sínum í ráðuneytunum. Það er ekki nema eðlilegt að þeim bregði í brún þegar vart verður óróa þar innandyra svo jaðrar við uppreisn. Þeirra ráð er að taka atvinnulífið í gíslingu og halda kyrkingartaki sínu á þjóðinni þar til kröfum þeirra verður fullnægt.
Þetta eru hinir raunverulegu valdhafar á Íslandi og nú, loks þegar þeir fella grímuna, þá er rétt að við almenningur látum í okkur heyra. Mótmælum hástöfum og gerum kunnugt svo ekki fari milli mála að við viljum að landinu sé stjórnað af kosnum fulltrúum okkar, hversu ófullkomnir þeir annars kunna að vera. Þá getum við almenningur kosið burt ef okkur sýnist svo en innan LÍÚ ræður fámenn hagsmunaklíka sem gefur ekki rassgat fyrir hag þjóðarinnar.
Hjalti Tómasson, 25.1.2011 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.