6.1.2011 | 10:26
Áhyggjur bæjarstjóra
Eftirfarandi er haft er eftir Elliða Vignissyni, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum:
"Við höfum verið að vinna að úrlausn þeirra [díoxín] mála síðan þá [2007]. Það bendir flest til þess að við séum búnin að ná díoxínmenguninni verulega niður og að íbúum hér stafi engin bráð hætta af mengun frá [sorpbrennslu]stöðinni. Aðalmálið er að hræða fólk ekki með þessari umræðu, eins og mér finnst sumir gera."
Elliði hefur greinilega meiri áhyggjur af upplýstri umræðu heldur en krabbameinsvaldandi mengunarefnum sem safnast m.a. fyrir í fiski.
Nú er það svo að þegar díoxínmengun var síðast mæld í Vestmannaeyjum árið 2007 reyndist hún vera 80 sinnum meiri en leyfilegt hámark ESB segir til um. En líklegast segir Elliði bara líkt og kollegi og flokksbróðir sinn á Ísafirði, Halldór Halldórsson f.v. bæjarstjóri: "Hvað er 20 sinnum leyfilegt magn?". Hvað er þá 80 sinnum leyfilegt magn? Af hverju skyldi bæjarfélag sem bókstaflega byggir tilveru sína á fiskveiðum yfirleitt hafa áhyggur af krabbameinsvaldandi þungmálmum í fiski, Elliði?
Hér eru svo upplýsingar beint af heimasíðu Umhverfisstofnunar sem gerði engar tillögur um aðgerðir og aðhafðist ekkert til að stöðva þennan stórfellda útblástur díoxíns og margra annarra skaðlegra efna:
Eitrunaráhrif
Eitrunaráhrif geta verið margvísleg og koma fram við mjög lágan styrk efnanna. Díoxín og fúran eru meðal eitruðustu efna sem prófuð hafa verið og nægir um 0,001 mg af eitruðustu afleiðunni til að drepa lítil nagdýr. Einn slíkur örskammtur dregur dýrin til dauða á 14-28 dögum og enn minni skammtur veldur krabbameini í dýrunum. Ekki er ljóst hvernig efnin virka, en talið er að áhrifin megi rekja til bælingar á ónæmiskerfinu og áhrif á hormónabúskap dýrsins. Hormónar eru efnafræðilegir boðberar sem stjórna ýmsum viðkvæmum ferlum í lífverum og þessar sautján afleiður get hermt eftir hormónum. Hormónastjórnun er framkvæmd af örmagni af hormónum og eru þeir brotnir hratt niður af frumunum. Þannig takmarkast tímalengd áhrifanna við eðlilegar aðstæður. Þrávirku efnin sem herma eftir hormónunum brotna hins mjög hægt niður og skapa þannig ójafnvægi í frumum sem leiðir til ýmissa truflana á starfsemi þeirra.
Meðal þeirra áhrifa sem díoxín og fúran hafa eru
Eitrunaráhrif geta verið margvísleg og koma fram við mjög lágan styrk efnanna. Díoxín og fúran eru meðal eitruðustu efna sem prófuð hafa verið og nægir um 0,001 mg af eitruðustu afleiðunni til að drepa lítil nagdýr. Einn slíkur örskammtur dregur dýrin til dauða á 14-28 dögum og enn minni skammtur veldur krabbameini í dýrunum. Ekki er ljóst hvernig efnin virka, en talið er að áhrifin megi rekja til bælingar á ónæmiskerfinu og áhrif á hormónabúskap dýrsins. Hormónar eru efnafræðilegir boðberar sem stjórna ýmsum viðkvæmum ferlum í lífverum og þessar sautján afleiður get hermt eftir hormónum. Hormónastjórnun er framkvæmd af örmagni af hormónum og eru þeir brotnir hratt niður af frumunum. Þannig takmarkast tímalengd áhrifanna við eðlilegar aðstæður. Þrávirku efnin sem herma eftir hormónunum brotna hins mjög hægt niður og skapa þannig ójafnvægi í frumum sem leiðir til ýmissa truflana á starfsemi þeirra.
Meðal þeirra áhrifa sem díoxín og fúran hafa eru
- Skemmdir á ónæmiskerfi, sérstaklega í ungviði
- Skemmdir á lifur
- Minnkuð viðkoma og áhrif á þroska fóstra og barna
- Skemmdir á miðtaugakerfi , hegðunarvandamál
- Krabbamein
- Húðsjúkdómur (chloracne)
- Tæring (Wasting Syndrome)
- Röskun á efnaskiptaferli vítamíns A
- Auk þess er talið að díoxin og fúran geti orsakað getuleysi og haft neikvæð áhrif á fjölda sæðisfruma
Díoxínið var rétt yfir mörkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.1.2011 kl. 09:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.