8.12.2010 | 11:57
Hvernig er hægt að afskrifa ólögmætar kröfur?
Hér er fjölmiðill enn einu sinni að miðla tilkynningum frá fjármálafyrirtækjum athugasemdalaust. Hvernig er hægt að afskrifa kröfur sem eru byggðar á ólögmætri uppfærslu höfuðstóls? Það hljóta að vera svipaðar bókhaldskúnstir og það að færa viðskiptavild inn sem stóran hluta eigna til þess eins að geta afskrifað hana á síðari stigum eða sýna fram á hagnað sem enginn fótur er fyrir.
Hæstiréttur hefur úrskurðað um ólögmæti gengistryggðra lánasamninga. Þar af leiðir að kröfuhöfum var óheimilt að uppreikna höfuðstól lánanna og innheimta afborganir á forsendum gengistryggingar. Höfuðstóll lánanna stóð því í stað eða lækkaði þegar greitt var af viðkomandi lánum. Hins vegar "gleymdi" rétturinn að beita þessa aðila viðurlögum samkvæmt 17. gr. umræddra laga þar sem segir að brot sem þessi varði sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. Einnig hafa dómarar horft framhjá 18. grein laganna þar sem segir skýrt að kröfuhafa beri að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur ranglega af honum haft.
Það er sífellt verið að afvegaleiða umræðuna með tali um að skuldir heimilanna lækki eða að eignaleigufyrirtæki afskrifi skuldir sem aldrei var fótur fyrir.
VII. kafli. Viðurlög og málsmeðferð.
17. gr. Brot á VI. kafla laga þessara varða sektum nema þyngri refsing liggi við broti samkvæmt öðrum lögum.
18. gr. Ef samningur um vexti eða annað endurgjald fyrir lánveitingu eða umlíðun skuldar eða dráttarvexti telst ógildur og hafi endurgjald verið greitt ber kröfuhafa að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur þannig ranglega af honum haft. Við ákvörðun endurgreiðslu skal miða við vexti skv. 4. gr., eftir því sem við getur átt.
27 milljarðar afskrifaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:26 | Facebook
Athugasemdir
Akkurat það sem mer datt í hug, þegar ég las þessa frétt.
Það er ekkert að afskrifa ef það var ekki fyrir hendi.
Loki (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.