19.11.2010 | 15:43
Rökfastur og ráðagóður
Ég ætla að taka undir með þessum ágætu alþingiskonum. Marinó er frábær talsmaður fyrir Hagsmunasamtök heimilanna og þá fjölmörgu neytendur sem sjá fram á dapurlegar framtíðarhorfur á Íslandi ef engin leiðrétting mun eiga sér stað á ósanngjörnum og oft á tíðum ógreiðanlegum húsnæðislánum.
Marinó mætir alltaf vel undirbúinn í viðtöl, rökfastur og vel máli farinn. Sama verður ekki sagt um þá hagfræðinga sem tala hvað mest gegn tillögum Marinós og HH. Guðmundur Ólafsson sem er með fastan vikulegan tíma í Morgunútvarpinu á Rás 2 leyfir sér oft og iðulega að gera lítið úr þessum ágætu hagsmunasamtökum en vitnar heldur í einhverja ónefnda vini sína heldur en fræðileg rök máli sínu til stuðnings. Annar tíður gestur á RÚV, Þórólfur Matthíasson, skartar prófessorstitli en gerir mest af því að líkja lánþegum við fólk sem keypt hefur lottómiða og sé að bíða eftir stóra vinningnum.
En hvers vegna skyldu okkar bestu hagfræðingar sem starfa erlendis ekki vera spurðir álits? Það vill nefnilega svo einkennilega til að þeir eru í stórum dráttum ósammála ríkisstjórninni og sérlegum talsmönnum hennar, þeim Guðmundi og Þórólfi. Skyldi það skipta einhverju máli að þeir þurfa hreint ekki að óttast um sinn hag í störfum sínum hjá Columbia University, London School of Economics og víðar?
Skrifið svo undir hér ef þið eruð ekki búin að því nú þegar. Látum ekki "hlutleysið" ganga af okkur dauðum.
Hvetja Marinó til að hætta við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:51 | Facebook
Athugasemdir
Samála nafni, takk fyrir möguleikann á að skrifa undir vegna RÚV.
Sigurður Haraldsson, 19.11.2010 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.