Ríkið er að bregðast

Flestum hlýtur að vera ljóst að stjórnvöld ráða ekkert við stöðu mála. Fjölmargar fjölskyldur sjá ekki fram á að halda eigin húsnæði og geta heldur ekki skilað lyklinum og verið laus allra mála. Hér er verið að hneppa fólk í átthagafjötra og óréttlætið er yfirgengilegt.

Mælirinn er einfaldlega fullur. Það er glæpur að standa ekki vörð um auðlindir landsins (sbr. söluna til Magma) eða láta forherta útgerðarmenn blóðmjólka sameiginlega sjóði. Allt of margir alþingismenn hafa þegið umtalsverðar upphæðir frá fyrirtækjum og auðmönnum og láta því ekki raunverulega hagsmuni þjóðarinnar ráða för. Út með þetta fólk áður en það er of seint.
 
Hér er því miður að skapast ástand sem á ekkert sameiginlegt með norrænum velferðarríkjum.

mbl.is Auðmenn græða á uppboðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála sjáumst við alþingi seinnipart á morgun!

Sigurður Haraldsson, 3.10.2010 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband