26.8.2010 | 10:21
Hverjar eru óskirnar?
Nú hljóma fregnir um að aðildarviðræður við ESB séu í raun aðlögunarferli. Lítið hefur hins vegar farið fyrir haldbærum útskýringum um það í hverju sú aðlögun sé fólgin eða hvort og hvenær hún muni eiga sér stað.
Vert er að hafa í huga að hinar eiginlegu aðildarviðræður eru enn ekki hafnar þó svo að formlega hafi ferlið byrjað í lok júlí, sjá hér. Það verður ekki fyrr en á næsta ári að sest verður að samningaborðinu.
Ég vona innilega að fólk sýni þessu mikilvæga máli áhuga og skoði sjálft kosti þess og galla að taka fullan þátt í Evrópusambandinu. Ótímabærar upphrópanir eru því miður þær sem hæst hafa hljómað hingað til.
Í samningaferli er það venjan að setja markið hátt og reyna að fá sem hægstæðasta útkomu. Hvernig væri að kasta fram hugmyndum sem gagnast myndu einangraðri þjóð á einstakri náttúruperlu, langt frá öðrum ríkjum ESB?
Það er holur hljómur í málflutningi þeirra stjórnmálamanna sem í aðra röndina boða aukið lýðræði en berjast fyrir því á sama tíma að íslenskir kjósendur fái ekki að taka afstöðu til mögulegrar aðildar í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Vilja endurskoða stöðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.