14.7.2010 | 11:50
Meirihluti nefndar áhugamanna hunsaði sérfræðiálit
Elvira Méndez Pinedo, dr. í Evrópurétti og dósent við Háskóla Íslands mætti fyrir nefnd um erlenda fjárfestingu og lagði fram upplýsingar sem hún setti einnig á bloggsíðu sína, sjá hér.
Að mati Elviru er verið að misnota reglugerð EES til þess að sniðganga íslensk lög. Hún lítur svo á að Evrópulöggjöfin sé í eðli sínu hlutlaus og að það sé hreint ekki í anda laganna að samþykkja sýndargjörning þann sem settur var á svið með aðstoð lögfræðistofu í Svíþjóð.
Einhverra hluta vegna kaus meirihluti nefndarinnar að líta framhjá áliti Elviru sem þó verður að teljast einn fremsti sérfræðingur þjóðarinnar á sviði Evrópuréttar.
Kanadamenn á hinu gráa EES-svæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.