8.7.2010 | 21:57
Spyr sá sem ekki veit
Ég verð að segja að mér finnst einkennilegur tónn vera í þessu útspili hjá Bjarna og flokknum hans. Tekinn hefur verið sá póll í hæðina að berjast gegn aðildarviðræðunum sem meiri hluti Alþingis samþykkti fyrir nokkrum mánuðum síðan. Til stendur að láta þjóðina sjálfa vega það og meta hvort hag okkar væri betur borgið innan ESB eða utan eftir því hvernig samningur myndi bjóðast. Samkvæmt stefnu Sjálfstæðisflokksins er enginn samningur skárri en samningur sem þjóðin fengi sjálf að kjósa um. Telur Bjarni að almenningi sé hreinlega ekki treystandi til að taka svo mikilvægar ákvarðanir um eigin hag?
Það sem vantar í þessa framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins er hvað koma skuli í staðinn. Er verið að bjóða upp á óbreytt ástand? Meira af því sama? Íslensku krónuna um ókomin ár? Verðtryggingu og lán á okurvöxtum? Áframhaldandi samning við EES eða ekki? Annars konar ríkjasamband? Hvað eru Bjarni og félagar eiginlega að bjóða fólki upp á? Spyr sá sem ekki veit.
Umsókn Íslands verði dregin til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:32 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.