2.5.2010 | 12:05
Raddir fólksins verða að heyrast
Forsætisráðherra lagði á haustdögum fram frumvarp um ráðgefandi stjórnlagaþing, væntanlega sjálfri sér og Alþingi til ráðgjafar. Hún nefndi það einnig fyrir nokkrum dögum að nauðsynlegt væri að breyta 26. gr. stjórnarskrárinnar og færa málskotsréttinn umdeilda frá forsetaembættinu.
Nú er svo komið að fólkið í landinu þarf að leggjast undir feld eins og Ljósvetningagoðinn forðum daga og ákveða sjálft hvernig grunnreglur samfélagsins eiga að vera. Tökum þátt í að undirbúa nýja stjórnarskrá, fólkið sjálft, ekki stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar, rúnir trausti.
Sjá nýja heimasíðu um sjálfsprottið stjórnlagaþing þar sem ýmsar áhugaverðar upplýsingar er að finna.
Raddir fólksins með kaffihúsafund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:09 | Facebook
Athugasemdir
Orðið stjórnmálamaður vekur alltaf meiri og meiri kátínu hjá mér.
Axel Guðmundsson, 2.5.2010 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.