Aukið val

Ég óska stuðningsfólki Frjálslynda flokksins til hamingju með framboðslistann og að hafa tekið skrefið með baráttukonuna Helgu sem oddvita. Það er vissulega af hinu góða að valkostunum fjölgi þó svo að lýðræðisþröskuldurinn í Reykjavík sé allt of hár. 15 borgarfulltrúar fyrir svo stórt sveitarfélag eru allt of fáir. Nær væri að gera starf borgarfulltrúa að hlutastarfi og fjölga þeim um helming eða meir.
 
Reyndar teldi ég það réttast að sameina öll sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu í eitt og vera með mjög fjölskipaða sveitarstjórn. Sameiginlegir hagsmunir eru fjölmargir og með öflugri endurskipulagningu mætti eflaust bæði spara og bæta stjórnun og aðkomu almennings að ákvarðanatökum.

mbl.is Helga leiðir Frjálslynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Já, gleymum þeim! byrjum að hugsa um fimmflokkanna

Guðmundur Júlíusson, 24.4.2010 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband