22.2.2010 | 21:35
Ótrúlega jákvæð frétt
Mig langar í alvöru að knúsa þessa konu sem stofnar ísbúð í lok Þorra, kallar hana Ísland og býður upp á óvenjulega landbúnaðarframleiðslu beint frá býli.
Það hefur verið ósköp neikvæð umræða í gangi þegar hugmyndir skjóta upp kollinum sem ekki eru hluti af "stóra planinu". Hversu oft hefur maður ekki heyrt talað á niðrandi hátt um fjallagrös og látið í það skína að fólk sem leggi sig niður við að nýta þau hljóti að vera stórvarasamt og veilt á geði.
Sannleikurinn er auðvitað sá að hefðbundinn landbúnaður hefur verið drifinn áfram af óarðbæru styrkjakerfi og fyrirgreiðslupólitík, svo við tölum nú ekki um ójafnt atkvæðavægi. Sömu sögu má segja um fiskveiðikerfið og nú síðast orku- og virkjanamálin. Alltaf skulu stórkallalegar hugmyndir sigra heiminn sama hverju fórna skal til.
Ég held bara svei mér þá að ég fari og fái mér ís við fyrsta tækifæri þrátt fyrir kuldabola.
Ísland komið á skrið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já mikið er ég sammála þér, og aldeilis dugleg í að bjarga sér á þessum síðustu og verstu tímum liggur við að maður segi.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 22.2.2010 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.