20.2.2010 | 10:33
Faglega að málum staðið?
Í Fréttablaði dagsins rak ég augun á tvennt sem tengist dagskrárstjóra Sjónvarpsins. Annars vegar voru það ummæli Jóhanns Sigfússonar heimildarmyndagerðarmanns um það einkennilega mat dagskrárstjórans að mynd hans "Living on the Edge" væri ekki nógu góð fyrir Ríkissjónvarpið. Þetta er nokkuð skondið í ljósi þess að sjónvarpsstöðin National Geographic keypti myndina og er greinilega ekki á sömu skoðun. Skyldi Jóhann hafa fegnið mótttökur eins og þær stöllur Ilmur og Silja?
Hitt sem að tengist stöðu dagskárstjórans er atvinnuauglýsing fyrir umrædda stöðu. Skyldi vera farið eftir faglegu mati þegar ráðið verður í stöðuna? Spyr sá sem ekki er viss.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.